Friday, September 01, 2006

Fjöldamorðingjar

Hvernig stendur á því að maður með liðlega 400.000 mannslíf á samviskunni skuli ekki komast í hóp þeirra sem teljast til mestu fjöldamorðingja sögunnar? Ég lít á þetta sem mannleg mistök þeirra sem skrifa söguna, einhver fegrunaraðgerð sem sigurvegararnir grípa til. Þegar sagnfræðingar komast í málið og fá frið fyrir afskiptasömum pólítíkusum getum við jafnvel átt von á að sjá barnabörnin læra það að Harry, Stalín og Hitler voru allir fjöldamorðingjar. Það ber merki um hroka ef mönnum finnst 400.000 ekki nægjanlega há tala til að standa undir nafni sem fjöldamorðingi í klúbbi með Hitler og Stalín. Með aðeins tveimur sprengjum tókst Harry að fá 400.000 mannslíf á samviskuna sem líklega og vonandi engir eiga eftir að leika eftir.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home