Wednesday, February 25, 2009

Banani

Sláandi líkt er með Íslandi núna og ríkjum í Afríku mið-Asíu sem hafa haft harðstjóra og herstjórn. Stjórnmálamenn hafa mestan áhuga á að koma vel fyrir og halda völdum. Þeir eru fáir sem líta á setu á Alþingi sem þjónustuhlutverk við þjóðina. Hugsanaháttur stjórnmálamanna þarf að taka stakkaskiptum ef Íslandi á að farnast betur en verið hefur. Þrátt fyrir mikla reikningskúnstir þá er $150 tap á hverju tonni áls núna. Það er líka þekkt vandamál að stjórnmálamenn hlusta ekki í bananalýðveldum.

Thursday, January 22, 2009

Mótmæli

Það er búið að mótmæla nánast samfellt í tvo daga og sá þriðji er í uppsiglingu. Það er engri ríkisstjórn sætt með þessa reiðiöldu mótmælenda fyrir utan þinghúsið. Ríkisstjórn-Fjármálaeftirlit-Seðlabankastjórn BURT. Höfum kosningar í vor.

Tuesday, January 13, 2009

Einföldun

Í mínum huga er bankahrunið einfalt mál að upplýsa. Afnema þarf bankaleynd, setja 80%hátekjuskatt á alla sem eiga meira en ZYZ margar milljónir í peningum og ætla að innleysa þessa peninga og fara með féð burt. Þetta getur komið í stað frystingar á eignum meðan verið er að rannsaka málin. Síðan allt þetta venjulega, ríkisstjórn, seðlabanka- og fjármálaeftirlistjórn burt. Nú ZYZ stendur fyrir lámarksupphæð sem almenningur getur hafað safnað sér í þessu dýra landi.

Wednesday, December 31, 2008

Nýárskveðja

Kæru lesendur ég óska ykkur gleðiríks árs 2009. Nú ef þið eruð einhverjum árum seinna á ferðinni að lesa þetta þá vil ég nota tækifærið og óska ykkur hamingjuríks árs hvað svo sem er að renna upp.

Monday, November 17, 2008

Kreppa

Fyrst var það góðærið sem fór hérumbil alveg framhjá mér en þar sem svo margir voru að tala um góðæri fannst mér ég upplifa það líka eins og hinir. Það sem breyttist hjá mér var ekkert nema það, að hið daglega líf mitt, sem mér hafði fundist venjulegt en þó langtumbetra en margur upplifir, hét nú ekki venjulegt daglegt líf heldur þróttmikið góðærislíf. Þetta gat svo sem allt staðist en það sem stóðst ekki var að, þó svo að ég kæmi ekki út á núlli við hver mánaðarmót þá var samt ekki nóg eftir til að sólunda í einhvern munað eins og kampavín með hálfberum útúrdópuðum stelpum á einhverjum bar. Nei, þetta braust meira fram í formi heimboða með osti og rauðvíni.

Nú er skollin á kreppa og það þýðir að allir peningar sem ég hef lagt fyrir eru nú horfnir og undurnarsvipur bankamannanna er ekki minni en minn þegar þeir segja manni tíðindin. Sú stétt sem heitir viðskiptingafræðingar stendur nú frammi fyrir því að þurfa að bjóða endurmenntun til félagsmanna og sumir segja að það dugi ekki til, starfsheitið gæti lent í flokki með súturum, vegghleðslumönnum og öðrum sem sinna sinni vinnu eingöngu af sögulegum áhuga. Það sem er vert að fygjast með í þessari íslensku kreppu er að nánast enginn áhugi er fyrir því að komast til botns í því hver ber ábyrgð og hvort ekki þurfi að fá nýjan mannskap í forystu. Að mínu mati þurfa allir þeir sem hafa verið í fylkingarbrjósti í góðærnu að víkja fyrir nýjum mönnum og nýrri framtíð.

Tuesday, October 14, 2008

Samstaða

Nú er hinn samstillti kór áhugmanna um bætt líf farinn að syngja: Peningar eru ekki allt, já peningar eru ekki allt. Hlúum að börnunum og stöndum saman í þrengingum. Kórinn er allvel mannaður af fólki úr æðstu embættum bankanna og stjórnmálanna og lagavalið einskorðast við þjóðlög. Nú er bara að sjá hvernig gengur að fá fólk í kórinn og svo eins hvernig mun ganga að halda þessu fólki í kórastarfinu en eins og margir þekkja þá þarf alltaf að vera heitt á könnunni ef vel á að ganga á þeim bænum. Það geta allir sungið með enda ekki verið að syngja neitt raddað og flókið. Það kemur samt að því að þeir frekustu vilja brátt fara að syngja einsöng með kórnum og þá verður ekki langt að bíða að kórinn og það umhverfi verður alltof lítið fyrir eðlilegan þroska einsöngvaranna. En við skulum sjá vonandi hef ég líka rangt fyrir mér.

Monday, September 08, 2008

Afkoma

Spurnig dagsins er: Hversu lítið komumst við af með? Við þurfum ekki nema í blýant og einn kúlupenna, eina hellu, pott og pönnu, eina krús og disk ásamt hnífapörum. Líklega þurfum við borð og einn stól en óvíst hvort við þurfum bíl og tölvu, sjónvarp og önnur rafmagnstæki nema helst ísskáp. Þegar allt er tínt til er hægt að komast af töluvert minna en við flest erum með umleikis. Fæstir nenna að standa í því að skera niður og einfalda það sem þeir þurfa kannski vegna þess að þeir þurfa þess ekki og eiga næga peningar til að kaupa það sem "vantar". Getur það þá verið að þeir sem lifa einföldu lífi eigi ekki mikla peninga eða þá að þeir séu mikilir sérvitringar? Ég hallast að því að þeir hafi lítið af peningum milla handanna.