Monday, November 17, 2008

Kreppa

Fyrst var það góðærið sem fór hérumbil alveg framhjá mér en þar sem svo margir voru að tala um góðæri fannst mér ég upplifa það líka eins og hinir. Það sem breyttist hjá mér var ekkert nema það, að hið daglega líf mitt, sem mér hafði fundist venjulegt en þó langtumbetra en margur upplifir, hét nú ekki venjulegt daglegt líf heldur þróttmikið góðærislíf. Þetta gat svo sem allt staðist en það sem stóðst ekki var að, þó svo að ég kæmi ekki út á núlli við hver mánaðarmót þá var samt ekki nóg eftir til að sólunda í einhvern munað eins og kampavín með hálfberum útúrdópuðum stelpum á einhverjum bar. Nei, þetta braust meira fram í formi heimboða með osti og rauðvíni.

Nú er skollin á kreppa og það þýðir að allir peningar sem ég hef lagt fyrir eru nú horfnir og undurnarsvipur bankamannanna er ekki minni en minn þegar þeir segja manni tíðindin. Sú stétt sem heitir viðskiptingafræðingar stendur nú frammi fyrir því að þurfa að bjóða endurmenntun til félagsmanna og sumir segja að það dugi ekki til, starfsheitið gæti lent í flokki með súturum, vegghleðslumönnum og öðrum sem sinna sinni vinnu eingöngu af sögulegum áhuga. Það sem er vert að fygjast með í þessari íslensku kreppu er að nánast enginn áhugi er fyrir því að komast til botns í því hver ber ábyrgð og hvort ekki þurfi að fá nýjan mannskap í forystu. Að mínu mati þurfa allir þeir sem hafa verið í fylkingarbrjósti í góðærnu að víkja fyrir nýjum mönnum og nýrri framtíð.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home