Gleði
Það er merkilegt að óhamingja sumra virðist geta kætt og glatt líf annarra. Þetta snýst oft ekki óhamingju beint frekar óbeint og þá sem hluti af því að hafa sigrað, fengið staðfestingu á að hafa haft betur í einhveju máli og fá staðfestingu á að vera sterkari aðilinn. Konur eru oft sterkari á svellinu í rökræðu og vita gjarnan af því. Stundum ganga þær lengra en nauðsynlegt er og á þá t.d. makinn engin svör önnur en þau að beita líkamlegu ofbeldi eða ganga út. Margar konur hafa tamið sér yfirgang og stjórnsemi gagnvart maka og börnum oft án þess að upplifa það sem eitthvað óeðlilegt. Þeir kvenstjórnendur sem ég þekki eru flestir margfalt stjórnsamari og yfirgangssamari en þeir karlar sem sinna sambærilegurm störfum. Þetta virðist vera hluti af sjálfstrausti en mikið sjálfstraust lýsir sér í yfirvegun en óöryggi kvenna kemur út sem stjórnsemi og tilætlunarsemi.

0 Comments:
Post a Comment
<< Home