Thursday, February 14, 2008

Kvótinn

Eins og flestir vita hefur kvótakerfi í gangi á Íslandi síðan frá 1982 eða þar um bil. Kerfið felur í sér að aflaheimildum er úthlutað án endurgjalds til þeirra útgerðamanna sem sendu skip á veiðar einhverjum árum fyrr. Þeir sem ætla að starfa við fiskveiðar verða því annað hvort að leigja kvóta af þeim sem fá hann ókeypis frá ríkinu eða kaupa hann af þeim sem vilja selja.

Núna er fallinn dómur hjá mannréttindadómstólnum er segir að þetta sé óréttlátt. Meðalhófs sé ekki gætt í þessum fiskveiðilögum og því þurfi að breyta einhverju svo jafnræði verði gætt. Þetta er töluvert stærra mál en minnisglöp og heilsufar oddvita Sjálfstæðisflokks og borgarstjóra. Mikið svakalega hefur Davíð verið framsýnn þegar hann lagði til að hátæknisjúkrahús yrði að rísa fljótlega.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home