Thursday, January 10, 2008

Hamingja

Það er spennandi að skoða nánar hvað hamingja er. Fyrir marga er það heilbrigð börn, ánægjulegar stundir í vinnu og með fjölskyldu. Hins vegar eru sumir sem sjá aðra hamingju úr lífinu og setja stefnuna þangað, og þá oft í þveröfuga átt við þá sem hinn fjöldinn er að fara. Það er ekki endilega leiðin sem slík sem skiptir máli heldur sú tilfinning sem fær mann til að líða vel. Það er útúrsnúningalaust hamingja.

Við vitum að fíklar finna til vellíðunnar þegar þeir hafa neytt fíkniefna. Er það hamingja? Nei það er víma. Getur víma verið hamingja? Víma er skammvinn alsæla en ekki hamingja. Hamingjusamur maður getur komist í vímu s.s. með því að upplifa fullnægingu og það sama getur óhamingjusamur maður upplifað. Félagslega óásættanleg hegðun sem veitir einhverju hamingju hlýtur þess vegna að vera hamingja. Brjóti þessi hegðun í bága við lög er það svo annað mál.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home