Verðmætamat
Er það tvískinnungur eða er það heimska eða er það gleymska eða er það skammsýni þegar fólk sem hefur ást á hljóðnemanum á ræðupúltinu talar um hvað það er sem mannskepnunni mikilvægast og dýrmætast en fer svo eftir allt öðrum brautum í hinu daglega lífi? Ég get ekki sagt til um það en einhver hégómi er líklega með í spilinu. Að halda ræðu sem allir geta samþykkt vegna þess að innihaldið hefur þá þegar verið samþykkt magsinnis. Líklega er þetta einhver þörf eða hræðsla við að storka áheyrendum sem leiðir ræðumenn til að flytja margfluttar og öruggar ræður með engri innistæðu. Fyrir venjulegan silkibindakall er svoleiðis líklega aðeins allsæmilegur brandari.

0 Comments:
Post a Comment
<< Home