Fréttir og trú
Það er ankanalegt að heyra fréttir frá landsvæðum, sem eru ekki ýkja fjarri miðbaug, um sprengjuárásir og að jafnan skuli vera getið hverrar trúar fólkið sem dó var. Þannig fréttir flytur RUV reglulega. Vissulega eru þessi skilaboð um trúarstöðu látinna dulbúin en þó ekki mikið. Hefðbundin frétt gæti hljóðað svona: Sjö manns létu lífið er hersveitir herskárra öfgamanna skaut flugskeytum á þorp í suður Írak og sprengdi upp lögreglustöðina. Talið er að árásirnar hafi verið beint gegn sendiráði Bandaríkjanna sem stendur í næstu götu 4 húslengdum frá þeim stað sem sprengjurnar sprungu. Í sprengingunni létust 4 lögreglumenn og 3 saklausir borgarar.
(Ég hélt að búið væri að skipta saklausum borgurum út fyrir óbreytta.) Saklaus borgari er ekki kristinn maður því eins og allir vita þá eru allir kristnir menn syndugir og því ekki lengur saklausir. Fréttir frá Ísrael eru hins vegar á þá leið að hersveitir landsins hafi ráðist gegn hersveitum sem ku vera starfræktar í fátækrahverfum nærliggjandi landa nú eða þá að hryðjuverkahópar hafi ráðist á heri Ísraels. Það eru ekki fréttir þótt hópur manna með alvæpni sem ferðast um í skriðdrekum og jarðýtum verði fyrir árás. Það vill stundum gleymast að þegar menn bera vopn þá má búast við þeir hinir sömu verði fyrir "heilsutjóni af völdum áverka". Í Frakklandi starfaði andspyrnuhreyfing gegn hersetu Þjóðverja á síðustu öld. Voru menn í frönsku andspyrnuhreyfingunni allir hryðjuverkamenn? Þeir voru í sömu sporum og Írakar núna.
Æ hvað það er nú ljúft að vera ekki að standa í svona brölti til og frá með byssur og drasl. Miklu betra að spá bara í næstu sólarlandaferð og kannski tímabært að fara að skipta út bílnum og líta á nýjan jeppa.

0 Comments:
Post a Comment
<< Home