Monday, February 19, 2007

Tveir fuglar

Mér til ómældrar ánægju hafa tveir athafnamenn verið: Annars vegar var það Goði sem ætlaði að ísskápa- og brauðristavæða þjóðina og svo hinn snjalli ökuþór Andri sem virtist hafa hlotið þjálfun í akstri hjá einhverju skíðafélagi. Í þágu vísindanna drakk hann sig út úr heiminum auglýsti Faxe bjór hraustlega og skemmti Íslendingum heila kvöldstund og varð umræðuefni í heila viku á eftir. Goði var töframaður sem skrifaði ávísanir með bleki sem svo hvarf eftir einhvern tíma. Hann keypti lager af raftækjum borgaði með ávísun sem geymd var í öryggishófi fyrirtækis yfir helgi og kannaðist svo ekki við neitt þegar á hann var gengið. Brilljant!!!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home