Tilbrigði við drottnun
Til eru þeir sem finna sig ekki nema þegar þeir hafa stjórn á aðstæðunum. Hægt er að kalla það ýmnsum nöfnum sem í sjálfu sér skiptir ekki svo miklu máli hér s.s. stjórnsemi, drottnunargirni, öryggisáráttu eða eitthvað enn annað. Færri taka eftir þessu í sinni undarlegustu mynd sem er "stýrt varnarleysi". Þá er eitthvað ákveðið mál sem virðist hvíla þungt á viðkomandi dregið fram í dagsljósið og rætt óvenju opinskátt frá öllum hliðum. Eftir fjölmargar umræður um efnið virðist ekki nein góð lausn í sjónmáli en sá sem fitjaði upp á efninu og var jafnframt aðal umtalsefnið og mataði umræðuna á upplýsinum lítur út fyrir að eiga helvíti í vændum.
Þegar betur er að gáð getur komið í ljós að þetta "stýrða varnarleysi" er í raun leið til að stýra umræðum hjá heilum hópi fólks. Jafnframt ósk um takmarkalausa athygli og vorkunsemi. Það sem virðist einkenna umræðuna er að grunnupplýsingar er alltaf að finna hjá aðeins einum aðila sem segir frá sínum aðstæðum og túlkar eða segir frá hvað aðrir sögðu eða gerðu.
Það er svo sem ekkert að þessu í hófi en það er svo freistandi að fara yfir strikið ........... og þá tekur umræðuefnið í sig lýsisbragð.

0 Comments:
Post a Comment
<< Home