Ástin og orðin yfir það sem við getum ekki sagt frá
Tungumálið er ekki nógu fullkomið til að tjá allar tilfinningar okkar og þau blæbrigði sem við búum yfir. Það fólk sem stundar kynlíf og samfarir reglulega, kemst að fyrr eða síðar, að þrátt fyrir allt eru óendanleg blæbrigði þar að finna, bæði í því sem kallast forleikur og eins fullnægingunni sjálfri. Tungumálið nær ekki svona langt að geta greint þarna á milli og þótt notuð séu ný og ný orð í þeirri von að geta lýst einhverju kynlífstengdu á sem nákvæmastan hátt verður það víst aldrei nema fölt endurskin af atburðinum og í flestum tilfellum klisjukennt raus. Ást er tilfinning en ekki orð. Fólk vinnur úr tilfinningum á mismunandi hátt og kemur ekki endilega upp með sömu setningar og næsti maður þó svo að upplifunin hafi verið hliðstæð. Nei, ást er það sem er ósagt, það sem þarf ekki að tala um. Það er hægt að skynja líðan þess sem maður hefur tengst án þess að fá langa orðræðu um það. Í minni vitund er það ást.

0 Comments:
Post a Comment
<< Home