Tuesday, October 31, 2006

Lífslíkur

Spurningin sem við systkynin bárum oftast upp á kvöldin þegar við horfðum á stjörnurnar út um gluggann var: Hvað heldurðu að þú verðir gamall/gömul? Af einlægni svöruðum við þessu margoft því við vorum ekki viss. Við vildum fyrst lifa í 100 ár og alls ekki minna en 85. Við fórum svo að gera ráð fyrir ýmsum sjúkdómum og slysum og þá auðvitað gat tíminn hérna verið umtalsvert styttri. Öll erum við enn lifandi þótt ýmsir sjúkdómar hafi herjað á. Ég er viss um að lifa í 9 ár í viðbót en eftir það getur allt gerst. Það er ekki svo slæmt ef rétt reynist en við skulum sjá hvað verður.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home