Gegn virkjun
Að ganga niður Laugavegninn og mótmæla virkjun var það minnsta sem ég gat gert í gærkvöldi. Ég kann ekki að skipuleggja mótmæli en er til í að leggja málstaðnum lið þegar ég get. Vonandi hafa ráðamenn haft eyrum opin og kunna að lesa í fréttir. Kannski er best að stofna sérsveit þannig að íslendingar geti fært mótmæli sín upp á næsta plan og að þetta verði síðasta kynslóð ráðamanna sem hugsar ekkert um afleiðingar gjörða sinna. Íslendingar hafa alltaf verið seinir til en þeir eru fljótir að læra.

0 Comments:
Post a Comment
<< Home