Sverð og skjöldur
Þegar þetta er skrifað eru tveir Bakkabræður í ráðherrastólum þeir Geir og Björn. Þetta væri svo sem ekki í frásögur færandi ef þeir væru hvor í sínum flokkinum. En hvers vegna tala þeir ekki saman fyrst þeir er báðir í sama flokkinum?
Þannig er að núna þegar herinn er næstum alveg búinn að pakka saman öllu dótinu er líka eiginlega búið að slökkva á Ratsjárstofnun og þar með er ekkert eftirlit með flugi öðru en áætlunarflugi. Hvaða einkaflugvél sem er getur nú flogið til landsins, varpað farmi nánast hvar sem er án þess að nokkur taki eftir. Þetta finnst Geir allt í lagi, en vill samt taka hart á fíkniefnasölu. Björn bróðir hans hefur meiri áhyggjur af skrílslátum og mótmælendum innanlands og vill stofna harðsvíraða sveit sem getur tekið svolítið á þessum kónum sem hafa ekkert annað að gera en mótmæla.
Ísland á betra skilið!!

0 Comments:
Post a Comment
<< Home