Hvar liggja mörkin?
Spurningin sem flest okkar víkjumst undan að svara er: Hvar liggja mörkin milli þess að vera gáfaður, klár, heimskur,vitlaus eða þroskaheftur? Þeir sem eru mjög gáfaðir og klárir vita oftast ekki af því eða láta það í léttu rúmi liggja. Þeirra líf snýst venjulega um hluti, sem þeir hafa áhuga á en ekki einhverja staðla og skilgreiningar. Þeir heimsku og vitlausu eru venjulegt fólk sem veit ekki hvað ráðherrar í ríkisstjórn heita en kjósa alltaf það sama hvað svo sem á gengur. Þetta er fólkið sem býsnast yfir ofurlaunum en dettur ekki í hug að hreyfa litla fingur til að breyta því. Þetta er fólkið sem forðast að þurfa að hreinsa drulluna í kringum sig. Þetta er líklega það sem Íslendingar hafa kallað; "venjulegur framsóknarmaður". Þroskaheftir eru prýðisfólk sem ekki getur að því gert, hvernig komið er fyrir því. Það stundar eins mikla vinnu og það getur og tekst á við alla þá áskorun sem lífið hefur uppá að bjóða. Ég held að við sem þurfum ekki að stríða við fötlun getum tekið þá þroskaheftu okkur til fyrirmyndar. Ég dáist að baráttuanda þeirra.

0 Comments:
Post a Comment
<< Home