Hræsni
Mér finnst sem orðið hræsni merki í dag ýmislegt annað en það gerði áður. Vissulega helst gamla merkingin en undir hatt hræsninnar hefur bæst ýmislegt fleira. Kannski hefur hræsni og tvískinnungur runnið að einhverju leyti saman. Í dag kemur hræsnin t.d. þannig fram í flestum Íslendingum, að þeir ganga í sokkum framleiddum í Kína af börnum sem ásamt fjölskyldum sínum vinna ólöglega langan vinnudag, á íslenskan mælikvarða. Þó svo að flestir fulloðnir geri sér grein fyrir þessu er svo einfalt að snúa sér undan og láta það viðgangast, verðið á vörunni er víst það sem skiptir meira máli en einhverjir kínverjar uppi í sveit. Flestir býsnast svo yfir barnaþrælkun og kúgun fólks en þeir hinir sömu eru leynt og ljóst þátttakendur í þessar kúgun. Um leið og við bjóðum þessum viðhorfum að taka sér bólfestu í okkur, í skjóli fávisku og skorts á upplýsingum erum við í raun hræsnarar. Flest okkar þykjast vera ljúfmenni, sem vilja engum illt en í raun er okkur alveg sama um náungann svo framalega sem ekkert illt hendir okkur sjálf.
Það er á þessum forsendum sem fólk getur tekið afdrifaríkar ákvarðanir ef það snertir þeirra eigið líf ekki hið minnsta.

0 Comments:
Post a Comment
<< Home