Konur og kossar
Ég hélt, að þetta umræðuefni væri svo að segja útrætt, því að flestir hafa eitthvað til málanna að leggja og langflestir það sama en þá spila vísindamenn út sínu spili. Kossar kvenna eru meira en kossar fyrir karla. Konur eiga að geta skynjað í gegnum kossa/munnvatn hvort vænlegur og hentugur maki er þar á ferð. Það er víst þannig, að konur þurfa að vera vandlátari á maka/hjásvæfur en karlar og náttúran hefur með þessu séð til þess að þær hafi eitthvað til að fóta sig á í lífinu. Karlar geta skuldbindingalaust farið frá einni konu til annarrar, án þess að það snerti þá nokkuð, nema þá helst fjárhagslega. Konan getur þurft að ganga með barn og allt það svo ekki sé talað um uppeldi og skerta möguleika á að afla tekna. Listinn er auðvitað lengri. Þær konur sem eru að leita að maka ættu því samkvæmt þessu að kyssa alla þá karla sem þeim líst vel á og vita hvort náttúran hafi ekki svar við makaleysinu sem og flestu öðru. Við erum víst hluti af náttúrunni ekki satt?

0 Comments:
Post a Comment
<< Home