Monday, September 25, 2006

Þögn

Alger þögn er ekki til. Alger þögn felur í sér hjartslátt og andardrátt og þetta tvennt er nóg til að fá þögnina til að víkja. Sem lífverur upplifum við aldrei þessa algeru þögn. Eftir smá stund hefur líkaminn vanist þessu og við hættum að heyra hjartslátt og andardrátt þá finnst flestum þögnin vera alger. Ef við setjum skógarþröst og jarm í kindum inn í myndina líta flestir á það sem óverulega truflun við algera þögn. Borvél og umferðarniður er nóg til að rjúfa hina algeru þögn. Það er undir hverjum og einum komið hversu hár þröskuldurinn er en samt er það merkilegt að öll lífræn hljóð vekja síður hávaðatilfinninguna í fólki en vélarniðurinn, jafnvel þótt vélarniðurinn geti verið lægri. Við erum fjaska ófullkomin þó svo við kunnum að lesa og skrifa.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home