Monday, September 11, 2006

Galdur

Ýmsar kenningar eru til um uppruna orðsins "Galdur". Hér koma fjórar.

1. Galdur getur verið myndað með forskeytinu ga- sem merkir samsíða og eldur. Ef menn sjá fyrir sér galdur sem hópverknað þar sem menn hafa verið hlið við hlið umhverfis eld virðist merkingin augljós. ga-(e)ldur. Af þessum gjörning virðist orðið seyðkarl-kerling einnig hafa orðið til. Galdur virðist af þessu hafa verið meira en eitthvað matarstúss.

Á hinn bóginn er engin nýlunda að fólk stendur hlið við hlið í kringum eld. Því má ráða af orðinu "galdur", að eldamennska hafi verið eins manns verk en þegar fleiri verið samankomnir hafi það verið galdur. Held þó að þetta hafi ekki verið notað um kennslustund í matreiðslu.

"Galdur" 2. Ef við lítum á að orðið galdur sé skylt orðinu galinn, sögninni að gala hljóta galdramenn fyrrum að hafa haft það hátt við sína iðju, að það hafi minnt á gal í fugli. Þetta er spennandi tilgáta en líklega hafa galdramenn þurft að vera allt annað en galnir við sína iðju þótt leikmönnum hafi fundist svo.

"Galdur" 3. Ef litið er á að orðið sé myndað úr forskeytinu gal- og eldur fæst skemmtileg skýring á þessu fyrirbæri. Forskeytið gal- merkir stór, mikill. Í samsetningu við eldur virðist sem gal-(el)dur, galdur verið lýsing á miklum eldi sem menn hafa kveikt.

"Galdur" 4. Flestir muna eftir Baldri sem einum af ásunum. Baldur gerði samning við alla lifandi verur og hluti um að enginn myndi vinna sér mein. Hengijurtin mistilteinn sem er hálf slyttingsleg varð honum að aldurtila þegar verið var að kasta í Baldur allskyns drasli. Gleymst hafði að gera samning við mistilteininn. Þessi samningur sem Baldur náði við umhverfi sitt hlýtur að hafa verið talinn góður, þó svo að smá mistök hafi átt sér stað. Alveg er viss um að einhverjir hafi viljað vera eins og Baldur og jafnvel eygt möguleika á komast fyrir gloppur í samningsferlinu. Ef forskeytið Ga- og (Ba)ldur er sett saman fæst út eiginleiki sem jafnast á við það sem Baldur hafði.

Fyrir þá sem þekkja til, þá er Baldur, hinn hvíti ás, hrein samsvörun við Jesús nokkurn Kristinson og prestar hafi að einhverju leyti tekið að sér hlutverk galdramanna. Samsvörun milli þessara tveggja guða er of náskyld að um hreina tilviljun geti verið að ræða. Ef við lítum á þetta í þessu ljósi vakna margar spurningar sem eflaust margir vilja ekki svara.

Það er alltaf til fólk sem vill meiri völd en þeim hefur verið úthlutað og vill því freista þess að ná samningum við æðri máttarvöld. Kannski að galdrakarl hafi verið notað um mann sem haldin var Jesús Krists heilkenninu?

0 Comments:

Post a Comment

<< Home