Setuliðið
Hin táknræna ímynd hersetunnar er horfin en eftir stendur allt draslið og mengunin sem þetta lið skildi eftir sig. Nú er svo komið að Íslendingar vilja ráða sinni framtíð SJÁLFIR en kjörnir fulltrúar eiga aðeins að sinna daglegum rekstri á þjóðarskútunni. Kjörnir fulltrúar eru embættismenn sem eiga EKKI að breytast í valdastétt þó svo þeir hafi náð inn á þing. Þeirra hlutverk er að þjóna fólkinu sem kaus það.
Mælirinn er fullur-- það þarf að gera embættismönnum þjóðarinnar grein fyrir því, að ekki verði unað við geðþóttaákvarðanir forustumanna stjórnmálaflokka í mikilvægum málum. Lýðræðið er einu sinni svifaseint en það er það fyrirkomulag sem við kjósum að búa í. Ef stjórnmálamenn vilja annað umhverfi en lýðræði er tiltölulega auðvelt að skapa slíkt ástand. Þá verða embættismenn, þeir sem kjósa að feta einræðisveginn, og fjölskyldur þeirra hugsanleg skotmörk manna sem telja sig vera að verja lýðræði landsins. Menguð vatnsból og jarðvegur er stórmál, stórfelld náttúruspjöll í gróðasjónarmiði eru það líka. Þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvæg mál þarf að taka upp áður en einhver slasast.

0 Comments:
Post a Comment
<< Home