Matur
Búið er að sýna fram á að þeir sem borða lítið eiga meiri möguleika á að lifa lengur. Ég er persónulega til í samþykkja allt sem frá vísindamönnum kemur og eins allar breytingar sem frá þeim kunna að koma. Það er hægt að draga andann hálf dauður eða alveg. Það verður einhver áhugi að vera á lífinu til að hægt sé að njóta þess. Of feitur maður en lifandi getur átt gott lífshlaup, kannski betra en sá sem er tágrannur þótt sá granni geti átt lengra líf fyrir höndum. Kannski er best að hafa eitthvað uppbyggilegt fyrir höndum, borða lítið, stefna á að halda upp á þriggjastafa afmæli og gleðjast. Að vísu get ég ekki sannað neitt af þessu og þess vegna er líklega ekki sniðugt að trúa neinu af þessu.

0 Comments:
Post a Comment
<< Home