Monday, October 09, 2006

Örvun

Það er hægt að fá örvun með ýmsu móti en til að einangra sæluörvun þarf að beina sjónum að endorfíni, sem er boðefni til heilans. Hin eiginlega örvun verður til við líkamlegt erfiði eða við sársauka þannig að líklega er það skýringin á hinu geysivinsæla BDSM. BDSM eða blæti á sér ýmsar hliðar en nafninu samkvæmt er áherlsan á fjötra og stjórnun/drottnun. Kynlíf í hefðbundnum skilningi er ekki endilega markmiðið heldur sambandið og traust á það, að fá sæluörvun án þess að hljóta sýnilega líkamlega áverka. Að stunda líkamrækt reglulega er ein leið til að upplifa sælutilfinninguna sem hin ýmsu boðefni kalla fram, dópamín, endorfín og fleiri. Kynlíf er einnig leið til að kalla fram þessa sælutilfinningu og má segja að það séu verðlaunin fyrir frammistöðuna í rúminu. Náttúran tók ekki sjensinn á að fólk kæmi þessum skilaboðum á framfæri skriflega en byggði þetta þess í stað inn í flest okkar. Af hverju erum við svona ófullkomin?

0 Comments:

Post a Comment

<< Home