Saturday, December 02, 2006

Síkópatar

Flestir viðurkenna aldrei að þeir séu síkópartar vegna þess að tilvera þeirra er það sem þeir upplifa. Það er nánast sama hvað sagt er, fólki finnst það vera heilbrigt og því ekki eitthvað síkópata-rugl-eitthvað. Einkennin á síkópata er að sá er oft mjög klár á einhverju sviði, vinnu- og samviskusamur. Þeirra hegðun er oft réttlætt út frá dugnaði þeirra og framtakssemi. Þar sem þetta á við nánast alla þjóðina þá koma aðgreinandi einkennin hérna: Þeir passa sig á að hafa nokkra nána vini í kringum sig þó svo að þeim lyndi sjaldnast lengi við þá sem eiga einhver samskipti við þá. Eru oft vænisjúkir og taka öfgafullar ákvarðanir sem eru sjaldnast í samræmi við tilefni. Með öðrum orðum, eiga erfitt að setja sig nákvæmlega í spor annarra og fara gjarnan of skammt eða alltof langt í þeim efnum.

Er eitthvað að því að vera síkópati? Það getur verið það, sérstaklega þegar fólk viðurkennir ekki sína annmarka og neitar að taka nokkru tali en tekst að eitra umhverfi sitt með ónærgætni og tillitsleysi.

Síkópatísk hegðun er lærð og kemur fram í sjúklegri þrá í að ganga fram af sjálfum sér. Komast lengra en þeim er ætlað að komast eða öllu heldur trúa því að þangað sé hægt að komast.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home