Veikleikar
Það er fyrir löngu búið að finna út og skrá helstu veikleika karlmanna. Þetta kemur væntalega engum á óvart en það sem er spennandi við þetta er hvernig hægt er að notfæra sér þessa vitneskju sér í hag. Alltaf er verið að bæta við myndina og dýpka hana en í grunndráttum er hún sú sama og fyrr.
Karlar sjá naktan kvenmannslíkama sem eitthvað ólýsanlega fagurt og sækjast því eftir að horfa á og komast í snertingu við konur. Þetta kemur þeim mörgum í vanda því stundum eru þeir til í að gera ýmsa hluti sem þeir ættu ekki að gera. Flestar konur eru upplýsingabanki um þessa hluti og geta með útsjónarsemi fengið karla til að vinna fyrir sig ef í það er látið skína að þeir fái að sjá bert kvenmanshold eða einhvern kynlífstengdan unað.
Karlar hafa þörf fyrir, að ganga í augun á konum og eru til búnir að seilast alllangt í þeirri viðleitni. Ef konan hefur vit á því að sýna ögn af áhuga þá hefur hún möguleika á að fá manninn til að hjálpa sér við nánast hvaðeina sem henni dettur í hug. Ef hún hins vegar vill ekki notfæra sér veikleika þeirra þá getur það komið út fyrir karlanna sem hún sé köld og áhugalaus um þá. Karlar líta oft á konur sem sýna þeim áhuga sem merki þeirra um löngun í kynlíf með þeim.
Naktir karlar á strippstað vekja mestmegnis upp kátínu of hlátur hjá konum. Þær verða ofsakátar, hlæja og flissa en flestum finnst svoleiðis sýningar kjánalegar. Að vísu er hlátur oft merki um mikið áreiti sem líkaminn getur ekki unnið úr í einni svipan og væntanlega er þetta skýringin á hluta af flissinu.

0 Comments:
Post a Comment
<< Home