Jólastemming
Aldrei, aldrei er minnst á það í hvernig stemmingu maður er allan ársins hring en svo allt í einu þegar desember rennur upp þá er gert ráð fyrir að maður fari í einhverja jólastemmingu. Þetta skítlega snobb fyrir jólunum fær mann til að setjast niður og skrifa. Er öllum virkilega sama um alla nema á jólunum? Þurfa fyrirtæki endilega að gefa tveggja metra langar ávísanir í desember? Er enginn skortur á vatni í Afríku hina mánuði ársins? Er ekki hægt að gefa út bækur nema rétt fyrir jólin? Miðast allt við að geta selt einhverja vöru? Ertu komin í jólaskap þýðir því í lauslegri útlistun: Ertu orðin(n) yfirborðsleg(ur) áður en jólin ganga í garð þannig að þú getir kæst yfir að sjá rauðklæddan hvítskeggja keyra stóran vöruflutningabíl með jólalögin í botni og alla glugga opna? Já, þá færðu að upplifa auglýsinguna sem Kók fyrirtækið gerði til að selja gosið sitt. Húrra!!!

0 Comments:
Post a Comment
<< Home