Friday, December 29, 2006

Gróði

Er það eðlilegt, að fyrirtæki hagnist á viðskiptum sínum, í eins litlu samfélagi og er á Íslandi, um milljarða? Ég sé ekki nein rök fyrir því að einhver hópur sem hefur komið ár sinni vel fyrir borð hagnist út í það óendanlega. Eiga fjölskyldutengsl og stjórnmálaskoðanir að stjórna því hverjir eiga einhverjar eignir á Íslandi? Það vita allir að ríkidæmi fylgir völd og kannski eru það þessi völd sem fólk má ekki komast yfir.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home