Friday, December 22, 2006

Valkvíði

Jólamúsikin verður sífellt háværari og alls staðar sætindi til að koma fólki í rétt jólaskap. Jólahlaðborðin svigna og réttirnir í boði kannski ekki óendanlega margir en samt allt of margir. Þá gerist það hjá hinum venjulega íslendingi í jólaskapi að hann fyllist valkvíða. Í stað þess að velja sér einhverja 3-4 rétti á disk af kannski 15 rétta borði þá fer hann í þá vitleysu að reyna að éta allt það sem er í boði. Einhverjir hafa nefnt þetta ofát en ef þessi venjulegi íslendingur sem hefði aðeins einn rétt á borðum myndi þetta líklega ekki verða eins algengt. Við þurfum að læra að velja og hafna, ekki gleypa allt sem er í boði og sjá svo til. Kannski væri foreldrum nær að kenna börnum að velja það sem skiptir máli en ekki moka, í góðærisfylliríi, öllu sem hugsast getur í þau. Það ætti að vera forgangsatriði að kenna fólki að velja það sem skiptir máli. Þurfum við endilega meira en það sem gerir okkur södd?

0 Comments:

Post a Comment

<< Home