Wednesday, January 24, 2007

Dekur

Setjist maður inn á kaffihús þarf maður í nærri alltaf að panta á einhverju hrognamáli sem líkist mikið ensku. Flestir fara alla leið og byrja strax að tala á ensku. Einhverra hluta vegna virðast íslendingar eiga betur með að tjá tilfinningar sínar á ensku en íslensku. Altént eru þeir opnari á þeirri tungu en heimamálinu. Ástæðan fyrir þessu er nær örruglega sú að tungumálakunnáttan er ekki nógu góð sem lýsir sér í því að sjaldan eða aldrei fara þeir út í þras eða nota blótsyrði í alvöru. Með öðrum orðum þá eru íslendingar ljúfari þegar enskan er í munninum á þeim en íslenskan. Það sem eftir situr er að Íslendingar þurfa að tala á útlensku heimafyrir vilji þeir þjónustu á kaffihúsi. Ég sæi fyrir mér Þjóðverja, Frakka, Ítali, Spánverja, Portúgala, tala á ensku á veitingahúsum í sínum þjóðlöndum. Enskir og bandarískir myndu aldrei bjóða sér spænsku á sínum kaffihúsum. Hvers vegna láta Íslendingar bjóða sér þetta????

Við erum svo opin og góð við útlendinga núna en þetta dekur varir vonandi ekki lengur. Útlendingar eiga að tala íslensku við Íslendinga á Íslandi. Orðaforðinn sem þarf að hafa á takteinum á kaffihúsi er nú ekki svo mikill og veitingamenn eiga að hjálpa sínu starfsfólki að ná góðum tökum á málinu. Eru veitingamenn að gefa gestum sínum langt nef??

0 Comments:

Post a Comment

<< Home