Páskar
Trúarhátíð er sögulegt fyrirbæri og merkilegt að haldið skuli vera upp á eitthvað sem í dag er að verða afskaplega fjarrænt og óáþreifanlegt. Hvernig eiga íslensk börn að grípa það, að pálmablöð skuli vera merkileg í þeirra trúarhátíð? Er ekki verið að biðja börnin að gangast við lygi, að biðja þau um að segjast skilja merkinguna í þessum pálmablöðum þegar þau í raun hafa enga tilfinningu fyrir þeim og skilja með engu móti hvernig þau eiga þar heima?
Þurfa menn að hafa eitthvað til að trúa á? Er það innbyggt í það að vera maður? Getur tegundin ekki lifað nema hafa trúarbrögð og einhvern anda til að biðja til? Þurfa menn endilega að viðhalda einhverjum kreddum öldum saman vegna þess að þær hugnuðust mönnum í eina tíð? Getur nútímamaðurinn ekkert gert nema búið til hús og hraðbrautir? Er engin skynsamleg hugsun til sem byggir á kurteislegum samskiptum og kærleika án þess að blanda trúarbrögðum þar inn í?
Svar óskast.

0 Comments:
Post a Comment
<< Home