Hneyksli
Íslenskar teprur, blindingjar og sjálfskipaðir siðferðispostular kætast þegar fréttamenn sýna vændiskonu reyna að komast hjá viðtali. Já, auðvitað skammast hún sín fyrir að stunda þetta, hugsar þessi smáborgaralegi hópur, annars yrði hún við ósk fréttamannsins um viðtal. Látum lögguna í þetta. Þetta er ekki ólöglegt en ferlega ósiðlegt, að okkar mati í það minnsta. Notum þá aðferð sem Íslendingar hafa löngum beitt og nota enn, látum lögguna og lögmenn eyðileggja fyrir einhverjum starfsemina. Það samrýmist ekki siðferðisgildum smáborgarans að einhver skuli hafa aðrar skoðanir og búi í næsta nágrenni við hann. Hvers konar frétt er að heimsækja vændiskonu á hótel undir fölsku flaggi og ætla svo að spyrja út í einhver smáatriði í hennar starfsemi? Kannski hefði fréttamanni verið meira ágengt hefði hann komið hreint fram og lygalaust, hefði hann viljað búa til sannfærandi frétt. Nei, það sem fyrir fréttafíflinu vakti var að búa til æsifrétt upp á gamla móðinn.
Vændiskonan hafði heimasíðu sem fram kom allt það sem hún hafði huga á að gera og einnig hvaða verð hún setti upp. Er það virkilega refsivert að stunda kynlíf og borga fyrir. Líklega má heimfæra það upp á alla þá sem stunda kynlíf að þeir borgi fyrir það kynlíf sem þeir stunda, giftir jafnt sem ógiftir.

0 Comments:
Post a Comment
<< Home