Friday, November 16, 2007

Heimspekiskvap-2

Það er aðeins ein kenning sem allir geta verið sammála um sem er að sannleikurinn er afstæður Engin ein kennisetning nær yfir alla þætti tilveru okkar. Það er merkilegt að fólk sem skilur inntak þessarar setningar skuli hafa fyrir því að leita að annarri jafn sannri. Það er hins vegar eðlilegt að fólk með mikla skólun í ræðulist og rökfræði skuli leita í heimspeki. Tungumálið er línulegt ferli á atburðarás og á hverjum tímapunkti fer orðræðan framhjá einhverjum vegvísum sem þýðir að enn nýr sannleikur blasir við okkur. Sá sannleikur sem er að baki þarf ekki endilega að halda sannleiksgildi sínu þegar sá nýi blasir við í orðræðunni. Að nota tungumál í heimspeki er eins og að nota skeið við að grafa húsgrunn. Tæknilega séð er það hægt en að verki loknu er hætt við að verkfærið hafi bjagast mikið og eins að hreinsa þurfi upp það sem búið var að hreinsa upp.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home