Heilbrigðiskerfið
Enn einu sinni hefur heilbrigðiskerfið brugðist og í þetta sinn einum besta syni þjóðarinnar, gamla góða Villa. Þegar sýnt var að minnistap Villa var viðvarandi og tilraunir samstarfsmanna hans við að reyna að rifja upp með honum hvað gerðist heima hjá honum skiluðu engu nema ergelsi og reiði hefði heilbrigðiskerfið átt að bregðast við. Að vísu er þetta ekki alveg rétt hjá mér því Dagur er læknir og sá að Villi þyrfti tíma með flokknum til að finna út hvað hafði gerst og smellti sér því í borgarstjórastólinn. Útaf stendur samt sem áður að Villi þarf aðstoð. Ég er búinn að bíða í nokkra daga eftir tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum um að nú hafi gamli góði Villi verið sendur í heilaskann og verði frá stjórnmálum um óákveðinn tíma.
Það er kannski þetta sem Davíð var að spá í þegar hann tilkynnti að reisa þyrfti nýtt hátæknisjúkrahús. Á tilfellunum eftir að fjölga?

0 Comments:
Post a Comment
<< Home