Wednesday, August 29, 2007

Réttir

Það að einhverjir tugir verkamanna skuli hafa verið í fullri vinnu án atvinnuleyfis við Kárahnjúkavirkjun kemur almenningi og hinum almenna bloggara líklega ekki svo mikið á óvart. Það sem kemur mest á óvart er hversu mikil linkindin er þegar kemur að fyrirtækjum sem starfa við jarðvegsframkvæmdir. Menn hafa verið að bíða eftir að fyrirtækin komi sínum málum "í betra horf en verið hefur" í dálítið langan tíma en núna þegar sér fyrir endan á verkinu þá einnig eru á lofti teikn sem benda til að "þessi mál séu að mikið að batna".

Ég vissi ekki að það væri opinberlega til einhver sérstök aðferðafræði við að fá fólk til að breyta rétt nema sú að hafa lögin þannig úr garði að hægt væri að sekta og þvinga þjóðina í rétta átt. Bifreiðaeigandi sem leggur ólöglega nú eða hefur ekki greitt nægjanlega mikið í stöðumæli eða alls ekkert fær sekt sem á að fá hann til að hugsa rétt næst þegar hann stendur í sömu sporum. Ekki hef ég heyrt um að bifreiðaeigendur fái tiltal og fræðslu um hvernig skuli standa að því að borga í stöðumæli. Sektin er eina kennslustundin sem boðið er uppá. Ekki vissi ég heldur að skattsvik væru notuð sem útgangspunktur til að fræða stjórnendur í almennri siðfræði. Það er merkilegt að lítið er um ókeypis kúrsa fyrir venjulegt launafólk og námsmenn. Ef einhverjir úr þesum tveimur hópum eiga erfitt með að fóta sig í samræmi við lögin er venjulega boðið upp á tvær leiðir til að útskrifast úr áfanganum: Sekt eða fangelsi.

Það er ekki misskipting auðs sem kemur verst niður á þjóðinni. Innbyggð réttarfarsleg misskipting gerir samfélaginu mun verra en tilhugsunin um einhvern mann sem þénar margföld meðallaun á mánuði.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home