Sunday, March 23, 2008

Náttúruvernd

Það er ísköld pólitík og skoðanakúgun sem veldur því að náttúrsinnar sem mótmæla samkvæmt sinni sannfæringu, fá hvorki pláss í fréttatímum né í blöðum núorðið. Það er á ýmsan hátt gert eins lítið úr öllum gagnrýnisröddum og fjöldafundum sem boðað er til. Reynt er að láta líta út sem fólk hafi lítin sem engan áhuga á þessu brölti og almenningi sé nóg boðið að vita til þess að fullfrískt fólk sé ekki að sinna sinni vinnu og hreinlega að slæpast. Á sama tíma og verið er að sökkva hálendi landsins og drepa fólk í Tíbet þá skuli þjóðin vera á vakin og sofin á endalausri vakt yfir því hvort Jónína fái sigur í tölvupósta eitthvað fyrir evrópudómstólum.

Merkilegasta frétt, að mati fjölmiðla, þótti þegar málningu var hellt á kínverskar sendiráðströppur. Þessi málning átti ekki að þurfa til við að ná athygli fjölmiðla en það er víst gömul saga og ný að það neikvæða virðist bera með sér meiri fréttamat en það jákvæða. Hver vill að þjóð búi í hernumdu landi? Til að stofna ekki viðskiptum í hættu líta allir sem kjörnir eru sem andlit þjóðarinnar í aðra átt. Með því er verið að segja að gróði íslenskra fyrirtækja er mikilvægari en mannréttindi og verðið fyrir þennan gróða er að þegja og sýna enga andstöðu við gerðir kínversk stjórnvalda í Tíbet.

Það er umhugsunarefni hvað forseti vor og embættismannastóðið er statt í afstöðu sinni til stjórnvalda í Kína og Ísrael.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home