Monday, September 08, 2008

Afkoma

Spurnig dagsins er: Hversu lítið komumst við af með? Við þurfum ekki nema í blýant og einn kúlupenna, eina hellu, pott og pönnu, eina krús og disk ásamt hnífapörum. Líklega þurfum við borð og einn stól en óvíst hvort við þurfum bíl og tölvu, sjónvarp og önnur rafmagnstæki nema helst ísskáp. Þegar allt er tínt til er hægt að komast af töluvert minna en við flest erum með umleikis. Fæstir nenna að standa í því að skera niður og einfalda það sem þeir þurfa kannski vegna þess að þeir þurfa þess ekki og eiga næga peningar til að kaupa það sem "vantar". Getur það þá verið að þeir sem lifa einföldu lífi eigi ekki mikla peninga eða þá að þeir séu mikilir sérvitringar? Ég hallast að því að þeir hafi lítið af peningum milla handanna.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home