Drasl
Spurningin er: Hvers vegna þarf eiginlega að flytja drasl eins og einnota penna með blekfyllingu sem dugar fyrir 500 orð bara vegna þess að það er auglýsing fyrir eitthvað fyrirtæki? Viljum við eyða orku heimsins í svona fásinnu? Eigum við að fórna náttúru Íslands fyrir gosdósa- og hernaðarframleiðslu? Það gerum við með álverum sem hér eru? Vilja Íslendingar að rödd þeirra heyrist í alþjóðasamfélaginu? Hvernig væri þá að segja stopp við álframleiðslu og taka nú af skarið einu sinni í stað þess að verða svo fylgjendur þessarar stefnu eftir fáein ár.
Íslendingar þurfa helst að komast út úr bruðlinu og læra að spara í stað þess að halda áfram að bjarga með meiri lánum.

0 Comments:
Post a Comment
<< Home