Monday, July 07, 2008

Kvennablað

Nei, ætli verði hægt að saka mann um að vera eins og kvennablað í þessu bloggi. Því á ég ekki von á. Annars er það þannig að kvennablöð hafa þann kost/ókost að pennarnir sem þar senda vinna hafa skoðun á öllu. Það er ekkert milli himins og jarðar, í öllu sólkerfinu eða alheiminum sem vinnusamir pennar kvennablaðsins hafa ekki skoðun á. Fyrir latar konur sem aðeins hafa orku í að lesa, er þarna um umtalsverða hjálp að ræða en hinar konurnar líta á þetta skoðanaflóð sem tækifæri fyrir sig að vera vel inni í málum, upplýstar með öðrum orðum og taka ekki endilega undir þau sjónarmið sem í blaðinu eru sett fram. Mjög fáir karlar lesa kvennablöð nema þá helst að þar séu myndir af léttklæddum konum og stundum er það. Karlar fá sínar skoðanir frá öðrum körlum oftast nær og einnig sínum eiginkonum. Góður stærðfræðingur gæti hæglega ályktað og gæti jafnvel sýnt fram á að skoðanir úr kvennablaði sem eiginkona einhvers læsi væri líklega orðin að skoðun eiginmanns konunar innan 1-2 mánaða frá lestri. Ef þetta verður sannað í framtíðinni lítur út fyrir að kvennablöð hafi meiri ítök en margir gera sér grein fyrir.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home