Sunday, May 11, 2008

Ást

Elskarðu mig?
-Já
Segðu að þú elskir mig!
Mig langar að heyra þig segja að þú elskir mig!!
-Ég elska þig. En ertu viss um að þú setjir sömu merkingu í orðið og ég? Er orðið með einhvern verðmiða sem þú vilt að ég taki og borgi? Hvernig má það vera að fólk sem ekki getur verið sammála um hvað er hratt, kalt, heitt, geti allt í einu verið sammála um hvað ást er?
Elskarðu mig þá ekki?
-Getur verið að þú viljir hafa tilfinningar mínar skjalfestar og þannig að þegar ég segist elska þig þá veistu að mér líður eins og þú vilt að mér líði? Kannski er ást eitthvað allt annað hjá mér en þér og kannski getum við aldrei komist að því hverju munar ef þá einhverju. Er það allt í lagi?
Ég elska þig nefnilega svo mikið og vil vita hvernig þér líður. Hvort þér líður eins og mér.
- Ég las einhvers staðar að konur fá miklu meira út úr orðum en karlar og það er vegna þess að heilabú kynjanna eru mismunandi. Við karlarnir sækjum meira í myndir og ein birtingarmynd þess er kynlíf og að sjá nakinn líkama og allt það.
Já, þig karlarnir hugsið ekki um annað en kynlíf .........................................................

0 Comments:

Post a Comment

<< Home