Thursday, June 12, 2008

Val

Hvernig á að mismuna fólki? Hvernig á að velja fólk úr? Hvernig á að finna þá sem verið er að leita að? Hjá Nazistum var þetta nokkuð einfalt: Gyðingar, samkynhneigðir, kommúnistar, fatlaðir og já fleira var týnt til, allir þeir voru réttdræpir. Allri skuld skellt þá þessa óvini ríkisins. Hjá Asztekum í Mexíkó var ungum börnum fórnað svo uppskeran yrði góð. Fórnin fór fram á toppi allhárra pýramída þannig að allir niðri voru í raun í stúkusæti. Í Bandaríkjunum hafa kommúnistar verið helstu óvinir ríkisstjórnar landsins enda Kúba í viðskiptabanni vegna kommúnisíkra áhrifa. Á Íslandi hafa menn verið kjörnir í stjórnir s.s. í RUV vegna tengsla við ákveðin stjórnmálaöfl. Í Rússlandi vilja stjórnvöld hafa ægivald yfir þegnunum og þeir valdir í forystu sem hlýða forystunni. Eiginlega er þetta það sem einkennir öll stjórnvöld. Það virðist sem já-fólk sé það sem verið sé að sækjast eftir, hvar sem er. Ekkert rými eða mjög lítið er fyrir andstæðar skoðanir hjá félögum. Væri sannfærandi ef Friðrik Sophusson gengi til liðs við Saving Iceland og legði til að mótmæla ætti virkjunarframkvæmdum með því að gefa öllum rós?

Nei, fylkingar eru nokkurs konar barátta fólks með sameiginlega sýn á málefnum en ekki endilega sameiginlegar lausnir á þeim.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home