Tuesday, October 14, 2008

Samstaða

Nú er hinn samstillti kór áhugmanna um bætt líf farinn að syngja: Peningar eru ekki allt, já peningar eru ekki allt. Hlúum að börnunum og stöndum saman í þrengingum. Kórinn er allvel mannaður af fólki úr æðstu embættum bankanna og stjórnmálanna og lagavalið einskorðast við þjóðlög. Nú er bara að sjá hvernig gengur að fá fólk í kórinn og svo eins hvernig mun ganga að halda þessu fólki í kórastarfinu en eins og margir þekkja þá þarf alltaf að vera heitt á könnunni ef vel á að ganga á þeim bænum. Það geta allir sungið með enda ekki verið að syngja neitt raddað og flókið. Það kemur samt að því að þeir frekustu vilja brátt fara að syngja einsöng með kórnum og þá verður ekki langt að bíða að kórinn og það umhverfi verður alltof lítið fyrir eðlilegan þroska einsöngvaranna. En við skulum sjá vonandi hef ég líka rangt fyrir mér.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home