Tuesday, December 25, 2007

Jól 2007

Sendi öllum sem eiga eftir að lesa þessar línur hugheilar jólakveðjur jafnvel eftir einhver ár, héðan í frá.

Thursday, December 06, 2007

Ofbeldi

Í öllu þessu tali um ofbeldi þá er einn ljós punktur og hann er sá að það er hvergi eins gott að búa í heiminum og á Íslandi. Fyrir glæpamenn er landið hreinasta paradís og ég held að ef ég hefði lagt glæpamennsku fyrir mig þá liði mér hugsanlega enn betur hérna en nú er. Almenningur er hálfsofandi, mikil verðmæti í húsum, auðvelt að nauðga hverjum sem er og eins frekar lítið mál að lemja fólk í klessu. Manndráp og ölvunarakstur eru tekin með silkihönskum. Þá er löggæsla með sunnudagskólabrag ja nema þegar einhverir mótorhjólamenn og klámhundar ætla að hittast yfir bjór í Reykjavík þá er allt sett á fullt. Síðast en ekki síst þá eru lögin þannig að þó svo maður náist er líklegt að málatilbúningur fari handaskolum. Fari allt á versta veg og dómur verði kveðinn upp er refsingin þægileg vist með endurhæfingu og kennslu inni á stofnun með fínum möguleika á að sleppa út eftir hálfa afplánun. Nú svo er all ótalið allt sem maður fær aukreytis fyrir afbrot á Íslandi s.s aðventutónleika með Bubba og já fleirum. Það er helst þessir asnar sem eru að mótmæla virkjunum sem fá á baukinn. Nei, ég myndi aldrei nenna að standa í svoleiðis hérna á Íslandi. Ísland er land stórafbrota og líkamsárása.