Ljóð
Það er nokkuð vinsælt hjá grásýnum skáldum að líkja lífinu við haustliti Þingvalla. Kannski misskil ég þetta allt saman og þetta er eingöngu dulbúin þjóðerniskennd sem brýst svona fram. Hef reyndar ekkert á móti þessu en ef skáld fara að yrkja um kaffiilm og pilsaþyt kvenna sem strunsa framhjá útikaffhúsinu sem þau sitja á er finnst mér eitthvað vanta í skáldskapinn. Sumt er ekki hægt að færa í orð nema úr verði einkar ófrumleg eða öllu heldur kauðsleg frásögn á hversdagslegum myndum. Sumt á ekki að færa í orð aðeins upplifa.
