Monday, February 19, 2007

Tveir fuglar

Mér til ómældrar ánægju hafa tveir athafnamenn verið: Annars vegar var það Goði sem ætlaði að ísskápa- og brauðristavæða þjóðina og svo hinn snjalli ökuþór Andri sem virtist hafa hlotið þjálfun í akstri hjá einhverju skíðafélagi. Í þágu vísindanna drakk hann sig út úr heiminum auglýsti Faxe bjór hraustlega og skemmti Íslendingum heila kvöldstund og varð umræðuefni í heila viku á eftir. Goði var töframaður sem skrifaði ávísanir með bleki sem svo hvarf eftir einhvern tíma. Hann keypti lager af raftækjum borgaði með ávísun sem geymd var í öryggishófi fyrirtækis yfir helgi og kannaðist svo ekki við neitt þegar á hann var gengið. Brilljant!!!

Sunday, February 04, 2007

Gjafir

Þegar verið er að gefa unglingum fartölvur og sjónvörp, kærustum sportbíla með smokkapakka í hanskahólfinu hvað er þá hægt að gefa fyrirtækjum? Einhverjum snillingum í ríkisstjórn fannst að viðeigandi gjöf til Landsvirkjunar væri vatnréttindi á víðáttumiklu svæði við Búrfell. Opinberir starfsmenn eiga ekki að gefa eignir almennings. Hvað getur almenningur gert?

Eftir alla þá fræðslu sem stjórnendur hafa fengið hefur í raun lítið breyst nema það að nú er hlustað á þá sem kvarta með brosi á vör, fólki jafnvel boðið í kaffi og kleinur, hugsanlega vöfflur með rjóma og svo látið líta út sem mótmælin hafi í raun verið eitt-risastórt-kaffiboð-óundirbúið. Fólk fær að koma á framfæri sínum skoðunum en svo ekki meir. Enginn gaumur er orðum þeirra gefinn og allt málæðið einungis hluti af fjölmiðlaleikriti sem stjórnmálamenn kosta, forstjórar stórfyrirtækja leikstýra og mótmælendur óafvitandi taka þátt í.

Ég hef ekki svör við því hvað annað er hægt að gera nema það að sýna kostunaraðilum það að þeirra líf og limir gætu verið í hættu ef ekki er að gáð hvaða sýning er sett upp.