Friday, November 17, 2006

Veikleikar

Það er fyrir löngu búið að finna út og skrá helstu veikleika karlmanna. Þetta kemur væntalega engum á óvart en það sem er spennandi við þetta er hvernig hægt er að notfæra sér þessa vitneskju sér í hag. Alltaf er verið að bæta við myndina og dýpka hana en í grunndráttum er hún sú sama og fyrr.

Karlar sjá naktan kvenmannslíkama sem eitthvað ólýsanlega fagurt og sækjast því eftir að horfa á og komast í snertingu við konur. Þetta kemur þeim mörgum í vanda því stundum eru þeir til í að gera ýmsa hluti sem þeir ættu ekki að gera. Flestar konur eru upplýsingabanki um þessa hluti og geta með útsjónarsemi fengið karla til að vinna fyrir sig ef í það er látið skína að þeir fái að sjá bert kvenmanshold eða einhvern kynlífstengdan unað.

Karlar hafa þörf fyrir, að ganga í augun á konum og eru til búnir að seilast alllangt í þeirri viðleitni. Ef konan hefur vit á því að sýna ögn af áhuga þá hefur hún möguleika á að fá manninn til að hjálpa sér við nánast hvaðeina sem henni dettur í hug. Ef hún hins vegar vill ekki notfæra sér veikleika þeirra þá getur það komið út fyrir karlanna sem hún sé köld og áhugalaus um þá. Karlar líta oft á konur sem sýna þeim áhuga sem merki þeirra um löngun í kynlíf með þeim.

Naktir karlar á strippstað vekja mestmegnis upp kátínu of hlátur hjá konum. Þær verða ofsakátar, hlæja og flissa en flestum finnst svoleiðis sýningar kjánalegar. Að vísu er hlátur oft merki um mikið áreiti sem líkaminn getur ekki unnið úr í einni svipan og væntanlega er þetta skýringin á hluta af flissinu.

Monday, November 13, 2006

Hamingja

Það sem gerir okkur hamingjusöm er í grunninn alltaf einfalt. Við látum undan einhvers konar þrá sem drífur okkur að næsta takmarki og þegar því er náð gefur það okkur venjulega nægjanlega mikið til að við getum litið á það sem hamingju. Í íslenska orðinu er litið svo á að viðkomandi skipti um ham og taki á sig gleðilegri ásýnd. Ef við lítum á menn sem afar einföld fyrirbrigði getum við fundið út mynstur í lífi og hegðun tegundarinnar. Við sækjumst eftir einhverju og þegar því er náð viljum við oftast nær eitthvað annað strax. Þegar börn sýna þessa hegðun kallast það heimtufrekja og vanþakklæti en þegar fullorðnir eiga í hlut er þetta kallað vinnusemi, dugnaður og líka aumingjaskapur og framhjáhald. Það er ömurlegt að þurfa að viðurkenna þetta en svona lítur þetta einfaldlega út og lítið hægt að gera til að fegra það.

Er hægt að breyta þessu og þá hvers vegna? Ég lít svo á að þessum hlutum verði ekki breytt enda ástæðulaust. Hins vegar getum við farið í kring um hlutina m.a. með sjálfsblekkingum. Það dugar venjulega aðeins til skamms tíma. Ef fólk reynir að vera uppbyggilegt í sínu lífi ætti það að taka meiri tíma og erfiði en þegar fólk fer í niðurrifsstarfssemina sem tekur venjulega stuttan tíma. Það er leiðin að takmarkinu sem gefur lífinu gildi og takmarkið er einungis áningarstaður með fallegt útsýni áður en farið er í næstu ferð. Ef við veljum of auðveld verkefni í upphafi eða alltaf það sama er hætta á að leiðinn grípi sálina og beri hana af leið. Það er þessi ögrun sem drífur okkur áfram á jákvæðan hátt.

Monday, November 06, 2006

Náðarhöggið

Náðarhöggið ætti aldrei að ríða af. Í baráttu þar sem tveir jafningjar etja kappi saman þarf að taka á öllu því sem maður á. Það er ekki þar með sagt að maður eigi að ganga frá andstæðing sínum endanlega. Barátta er samvinna tveggja einstaklinga en fullnaðarsigur vinnst aldrei með náðarhögginu. Sigurinn og tapið kemur innan frá og hann er byggður á þeirri vissu að andstæðingurinn hafi verið betri eða verri en hann sjálfur.

Friday, November 03, 2006

Tákn

Tákn er það þegar vísað er í eitthvað sem fólki finnst vera nokkuð víðtæk eða almenn vitneskja. Þannig er oft vísað í Biblíuna því allt sem stendur þar má líta á sem almenna vitneskju þrátt fyrir að fæstir hafi svo mikið sem gluggað í kverið. Þá eru hin ýmsu tákn frá tímum riddarana notuð og gjarnan koma þá fyrir myndir eða eiginlegar táknmyndir sem t.d. hafa verið á búningum eða skjöldum viðkomandi ættar eða landsvæðis. Það er allt morandi í þessu drasli og ekki neinn vegur að henda reiður á þessu öllu svo vel sé. Kross kristninnar er fínt dæmi um tákn en hann er nánast af sama toga og glæpagengi nútímans. Fólk átti að skynja óttann sem stafaði frá þessu pyntingatæki í forna og þeim guði sem óhikað fórnaði syni sínum og notar mannát sem hluta af manndómsvígslu ungdómsins í þessi trúarbrögð. Í dag eru það tattó sem mótórhjólasamtök og eiturlyfjahringir merkja félagsmenn sína. Táknið er merki um einingu og ekki síst trú félaganna á þær skoðanir og gildi sem félagið stendur fyrir.

Wednesday, November 01, 2006

Verklegar framkvæmdir

Við fyllum þetta fyrst með grús og þöppum vel hvert lag fyrir sig. Síðan fáum við gröfumann til að taka skurð, setjum rörin þar í og fyllum svo yfir. Glæsilegt!!

Hvers vegna mátti ekki setja rörin áður en allt var fyllt af möl, grús og sandi?